Total Blender Classic
7 ára verksmiðju ábyrgð Blendtec stendur sem vitni um alvöru blandara.

7 ára ábyrgðin gildir aðeins fyrir einstaklinga. 2 ára ábyrgð fyrir fyrirtæki.
Blendtec blandarinn með könnunum tveimur færir blöndun á hærra stig.
Blendtec blandarinn er skothelt tæki sem blandar smoothies, ferskan safa, Ís, mjólkurhristing, cappuccinos, margaritur, súpur, sósur, brauð deig, salsa og fleirra! Blendtec Blandarinn getur fyllt í skarð allt að 9 annarra tækja, og það aðeins með broti af kostnaði sem annars hefði farið að óþörfum. Þessi pakki inniheldur nýju stóru Blendtec könnuna
"Wild Side" með nákvæma 4" skurðarhnífnum, kannan getur tekið næstum 3 lítra af hráefni, staðalkannan tekur næstum 2-lítra, Wild Side og staðalkannan eru báðar án BPA efna. Þessar tvær könnur gera þér kleift að matreiða meira fyrir stærri hópa. Stærri kannan er svo hönnuð til að takast á við erfiðari verkefnin og að sjá til þess að það gerist á skemmri tíma. Hún er hreint mögnuð.

Iðnaðar Gæði
Í mörg ár hafa sérfræðingar notað Blendtec blandarana í sumum af helstu kaffihúsum, safa-veitingarstöðum, líkamsræktum og veitingastöðum um allan heim. Blendtec Blandararnir eru þekktastir fyrir að afkasta því allra besta, með mesta samræmi í bragð- og áferðar- góðum afurðum. Það er ekki af ástæðu lausu að Blendtec blandarinn hefur verið valinn til að blanda erfiða skyrdrykki hér á landi. Með Blendtec blöndun þarf ekki að fela afurðina bakvið hvítlitaðar umbúðirnar. Líttu við í Bláalóninu eða Hreyfingu í Glæsibæ og sjáðu sjálf/ur.
Með Blendtec blandaranum, getur þú notið þessa sama mikla árangurs á heimili þínu!
Blöndunar forritin
Blendtec blandarinn er hannaður með hinni einstöku Smart-Touch Tækni ™. Þetta þýðir að þegar eitthvað af hinum 25 forritum sem í blandaranum er sé notað keyrir Blendtec blandarinn samkvæmt forskrift og slekkur svo sjálfkrafa á sér að blöndun lokinni. Niðurstaðan er sama gæða útkoman í hvert skipti. Auðvelt er að velja úr fjölbreyttu úrvali forrita. Einnig er hægt að nýta sér flýti hnappana til að gera vinsælari blöndur án mikilla vandkvæða. Með hverjum blandara fylgir síðan leiðbeininga-bæklingur um hvernig á að kalla fram hin mismunandi forrit. Til að skoða bæklinginn er hægt að smella á eftirfarandi hlekk.
Nóg af Afli
Ertu orðin/n þreytt/ur á að blandarinn þinn geti ekki mulið ís eða bara frosna ávexti?
Blendtec blandarinn hefur rosalegt afl (1560 Wött... 3HP toppgildi) en það jafngildir lítilli sláttuvél á eldhúsborðinu þínu, og er meira en nóg til að breyta hörðum ís í snjó, blandaranum fylgir í raun ísbrjóts-ábyrgð. til samanburðar eru flestir

Uppfyllir allar væntingar
Hvort heldur þú sért Gourmet kokkur eða venjulegur smoothie aðdáandi, þá mun Blendtec Blandarinn passa þínum lífsstíl.
7 Amper
1560 Wött
Gíra laust drif
Solid-State rafeindatækni
Mál: 7 tommur á breidd x 15 tommur á hæð x 8 tommu lengd
Raun-þyngd: 4,1 kg
25 fyrirfram forritaðar blöndunar aðgerðir

Verð frá aðeins: 109.900 kr.
Til eru margir mismunandi kostir í vali á blöndurum og hentar hver og ein uppsetning mismunandi eftir þörfum, því erum við að bjóða upp á mismunandi pakka sem ættu að henta þínum þörfum:
Öll verð eru gefin upp með vask.
Ef einhverjar spurningar liggja fyrir eða ef óskað er eftir að gert sé tilboð í einhvern fjölda blandara er hægt að ná í okkur í síma 565-9977.